Tilboðsvörur

TP-Link AV1200 Powerline Kit með innstungu

Notar raflagnir sem netkapal.
Dreifir netinu um rafmangið á heimilinu um allt að 300m.
Innbyggðar rafmagnsinnstungur að aftan(sjá mynd).Rafmagnsbrú: 1200Mbps
Tenging: 2x RJ45 10/100Mbps
Drægni: 300m yfir rafmagn
Innbyggður PAIR takki sem auðveldar tengingu

Assassin´s Creed 3

Ævintýri Desmond Miles halda áfram í nýjustu viðbótinni við Assassin's Creed leikjasyrpuna: Assassin's Creed III.Sögusvið leiksins að þessu sinni eru bresku nýlendurnar í Norður-Ameríku árið 1775, og Desmond bregður sér í fótspor förföður síns, mohawk-indíánans Ratohnhakéton sem gengur líka (sem betur fer) undir nafninu Connor.
Frelsisbarátta nýlendanna við Breta geisar af fullum krafti og Connor dregst inn í átökin á milli Launmorðingjana og Krossriddarareglunnar þegar Riddararnir leggja þorp hans í rúst. Hann gengur til liðs við Launmorðingjana og með réttvísina að vopni segir hann Riddurunum stríð á hendur.
Væntanlegir leikmenn mega því búast við miklum hasar þegar þeir stíga fram á sjálfa vígvellina þar sem freslisbarátta Bandaríkjanna var háð.Leikinn prýða nokkrar nýjungar sem hafa ekki sést áður. Þar má helst nefna skóglendið og óbyggðirnar þar sem leikurinn fer að mestu fram. Bardagakerfið hefur líka verið tekið í gegn frá grunni og nú skiptir umhverfið mun meira máli en í síðustu leikjum, því að þoka, regn og snjór geta byrgt leikmönnum sýn, hindrað för þeirra og almennt gert þeim lífið leitt!

Leikurinn inniheldur sérstaka fídusa fyrir Wii U stjórnborðið

Your Shape

Náði markmiðum þínum á skemmtilegan og hvetjandi hátt með Your Shape Fitness Evolved 2013 fyrir Wii U.
Þessi flotta fitness vara er meira en bara leikur - þetta er leið til að komast í form á hátt sem er bæði skemmtilegur og heldur þér einbeittri/um.
Þú getur keppt og borið þig saman við vini í gegnum netið.Your Shape Fitness Evolved 2013 inniheldur:

  • 125 æfingar plús 215 hreyfingar koma saman í frábært úrval af möguleikum fyrir þig. Frá uppbyggingu á styrk til þolaæfinga.

Skoða fleiri tilboðsvörur

Frönsk búsáhaldabylting í Ormsson

Nýjasta vörumerkið í Ormsson, de Buyer. Á sér langa sögu, var stofnað árið 1830 í Frakklandi og hefur síðan þá framleitt hágæða potta og pönnur fyrir atvinnumenn í eldhúsinu.
Á síðustu árum hefur vöruvalið breikkað og inniheldur nú fjölbreytt úrval áhalda fyrir bakstur og eldun.

Mineral B járnpönnurnar frá de Buyer hafa tekið litlum breytingum frá upphafsdögum fyrirtækisins enda ekki alltaf þörf á að breyta því sem virkar vel.
Pönnurnar eru ekki bara framleiddar á umhverfisvænan hátt heldur eru þær einnig úr 100% náttúrlegum efnum, 99% úr járni án allra aukaefna og húðunar eins og PFAO og PTFE.
Náttúrulegir “non-stick” eiginleikar aukast við notkun pönnunar og þar sem þær eru algjörlega úr járni, ráða þær við mjög mikinn hita og loka matnum fljótt.

Af öðrum vinsælum vörum frá de Buyer má efna mandólín til að skera grænmeti og ávexti sem og Le Tube bökunarsprautuna sem ræður við allt að 100°C heitar blöndur og sprautar alltaf sama valda magninu í hvert skipti.

Sjá de Buyer vörur hér.

  

11 Verslanir og Öll Stærstu Vörumerkin Á Einum Stað

Efst á síðu